lau 12. ágúst 2017 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Augnablik í úrslitakeppni - Hvíti skoraði 18 mörk
Hvíti riddarinn skoraði 18 mörk.
Hvíti riddarinn skoraði 18 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Augnablik hefur tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni.
Augnablik hefur tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi Þór (hér til vinstri) gerði þrennu í gær.
Bragi Þór (hér til vinstri) gerði þrennu í gær.
Mynd: Álftanes
Það voru þrír leikir að klárast í 4. deild karla.

A-riðill
Hvíti riddarinn gjörsamlega slátraði Snæfelli/UDN í A-riðli 4. deildar í dag, þar voru lokatölur 18-0, hvorki meira né minna! Hvíti riddarinn er í baráttu um að komast í úrslitakeppni, en Snæfell er á botni riðilsins með 0 stig og hræðilega markatölu, 8:120!

Hvíti riddarinn 18 - 0 Snæfell/UDN
Mark Hvíta riddarans: Eiríkur Þór Bjarkason (5), Kristinn Aron Hjartarson (4), Aron Elfar Jónsson (2), Almar Björn Viðarsson (2), Gunnar Andri Pétursson (2), Kristján Steinn Magnússon, Hallur Kristján Ásgeirsson, Sindri Snær Ólafsson.

B-riðill
Augnablik tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 1-0 sigri á KFS. Þeir eru í augnablikinu á toppi B-riðils með einu stigi meira en ÍH, en Hafnfirðingar eiga leik til góða. ÍH vantar eitt stig til að tryggja sig í úrslitakeppnina, en það verða væntanlega ÍH og Augnablik sem fara úr þessum riðli. Það er allt sem bendir til þess.

Augnablik 1 - 0 KFS
1-0 Eiríkur Ingi Magnússon




C-riðill
Léttir fór illa með Kóngana í C-riðli í gær. Þar var niðurstaðan 14-1 sigur Léttis. Léttir á enn séns á úrslitakeppni, en þeir eru með 24 stig. Kóngarnir eru á botni riðilsins með 1 stig og markatöluna 9:90.

Kóngarnir 1 - 14 Léttir
Mark Kóngana: Ingimar Daði Ómarsson
Mörk Léttis Hrannar Karlsson (4), Andri Magnús Eysteinsson (4), Kristján Ari Halldórsson (2), Almar Þorleifsson, Atli Þór Jóhannsson, Atli Guðjónsson, Davíð Már Stefánsson.

D-riðill
Í D-riðlinum vann Geisli úr Aðaldal öflugan sigur á KB. Þetta var þriðji sigur Geisla í sumar, en það er athyglisvert þar sem þeir töpuðu öllum sínum leikjum í fyrra. Geisli og KB eru með tíu stig.

Álftanes hefur nú þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni. Í gær unnu þeir 3-1 sigur á Álafossi þar sem Bragi Þór Kristinsson gerði þrennu.

KB 1 - 3 Geisli A.

Álafoss 1 - 3 Álftanes
1-0 Ísak Máni Viðarsson ('26)
1-1 Bragi Þór Kristinsson ('51)
1-2 Bragi Þór Kristinsson ('74)
1-3 Bragi Þór Kristinsson ('84)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner