Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. ágúst 2017 15:06
Magnús Már Einarsson
Byrjunarliðin í bikarúrslitum: Hafsteinn Briem og Crawford ekki með
Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur inn í byrjunarlið FH.  Hann mætir gömlu félögunum í ÍBV í dag.
Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur inn í byrjunarlið FH. Hann mætir gömlu félögunum í ÍBV í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Arnarson byrjar hjá ÍBV.
Atli Arnarson byrjar hjá ÍBV.
Mynd: Raggi Óla
Byrjunarliðin eru klár fyrir leik ÍBV og FH í úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 16:00.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu úr Laugardalnum

Hjá FH er skoski miðjumaðurinn Robbie Crawford fjarri góðu gamni. Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur inn í liðið fyrir hann síðan í sigrinum á Val í vikunni.

Króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic er í hóp í fyrsta skipti síðan hann kom til FH í lok júlí en ennþá er bið eftir að sjá franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo i hóp. Cedric kom einnig til FH á lokadegi félagaskiptagluggans.

Hafsteinn Briem er ekki með ÍBV í dag vegna meiðsla. Jónas Þór Næs er hins vegar búinn að jafna sig af meiðslum og hann er með.

Atli Arnarson kemur inn í byrjunarliðið frá því í leiknum gegn Víkingi R. og Felix Örn Friðriksson dettur út.

Eyjamenn gætu því verið að skipta um leikkerfi og fara í 4-3-3 eftir að hafa leikið 3-5-2 að undanförnu. Annar möguleiki er að einhver miðjumanna liðsins fari niður í vörnina.

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson

Byrjunarlið ÍBV:
22. Derby Carrillo (m)
3. Matt Garner
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon (f)
12. Jónas Þór Næs
27. Brian McLean
30. Atli Arnarson
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Athugasemdir
banner
banner