banner
   lau 12. ágúst 2017 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Aron lagði upp - Birkir og Hörður dúsa á bekknum
Aron Einar er í hörkuformi með Cardiff.
Aron Einar er í hörkuformi með Cardiff.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birkir vermir bekkinn mikið.
Birkir vermir bekkinn mikið.
Mynd: Getty Images
Hörður fékk ekki að koma við sögu.
Hörður fékk ekki að koma við sögu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var verið að flauta af nokkra leiki í Championship-deildinni. Það eru nokkrir Íslendingar að spila í deildinni og munum við í vetur færa ykkur fréttir af gengi þeirra í þessari næst efstu deild Englands.

Það var Íslendingaslagur í deildinni í dag. Cardiff fékk Aston Villa í heimsókn. Með Cardiff leikur landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, en hjá Villa er hinn hárprúði Birkir Bjarnason.

Í dag var Aron í byrjunarliði og Birkir á bekknum, en leikurinn endaði með öruggum 3-0 sigri heimamanna í Cardiff. Aron lagði upp þriðja mark Cardiff í leiknum í dag, vel gert hjá honum.

Birkir Bjarnason kom ekki við sögu í leiknum í dag, en það virðist ekki vera mikið pláss fyrir hann hjá Villa.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á bekknum, rétt eins og Birkir, þegar lið hans Bristol City tapaði gegn Birmingham 2-1. Hörður var líka á bekknum í fyrsta leik tímabilsins.

Þá spilaði Jón Daði Böðvarsson ekki með Reading í dag gegn Fulham í 1-1 jafntefli vegna meiðsla.

Hér að neðan eru úrslitin úr leikjunum sem voru að klárast.

Barnsley 1 - 2 Ipswich Town
1-0 Tom Bradshaw ('15 )
1-1 David McGoldrick ('53 )
1-2 Martyn Waghorn ('70 )

Birmingham 2 - 1 Bristol City
0-1 Bobby Reid ('2 )
1-1 Craig Gardner ('30 )
2-1 Jacques Maghoma ('74 )
Rautt spjald: Maikel Kieftenbeld, Birmingham ('80)

Brentford 3 - 4 Nott. Forest
1-0 John Egan ('38 )
1-1 Andreas Bouchalakis ('41 )
1-2 Daryl Murphy ('43 )
1-3 Andreas Bouchalakis ('47 )
2-3 Andreas Bjelland ('79)
2-4 Kieran Dowell ('83)
3-4 Neal Maupay ('92)

Cardiff City 3 - 0 Aston Villa
1-0 Nathaniel Mendez-Laing ('21 )
2-0 Junior Hoilett ('60 )
3-0 Nathaniel Mendez-Laing ('71 )

Derby County 0 - 2 Wolves
0-1 Barry Douglas ('32 )
0-2 Ivan Cavaleiro ('76 )

Hull City 4 - 1 Burton Albion
1-0 Abel Hernandez ('7 )
1-1 Jackson Irvine ('33 )
2-1 Kamil Grosicki ('51 )
3-1 Abel Hernandez ('55 )
4-1 Abel Hernandez ('68 )
Rautt spjald: Jackson Irvine, Burton Albion ('38)

Leeds 0 - 0 Preston NE
Rautt spjald:Ben Pearson, Preston NE ('60)

Millwall 1 - 1 Bolton
1-0 George Saville ('49 )
1-1 Filipe Morais ('62 )

Reading 1 - 1 Fulham
1-0 Liam Kelly ('61 )
1-1 Lucas Piazon ('82)
Rautt spjald:Tomas Kalas, Fulham ('1)

Sheffield Wed 1 - 1 QPR
0-1 Jamie Mackie ('23 )
1-1 Sam Winnall ('48 )

Leikur Middlesbrough og Sheffield United hefst 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner