banner
   lau 12. ágúst 2017 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Conte líklegastur til að verða rekinn samkvæmt veðbönkum
Mynd: Getty Images
Enskir veðbankar telja Antonio Conte sé líklegastur til að verða fyrstur til að taka pokann sinn af stjórunum í ensku úrvalsdeildinni.

Stuðulinn á að Conte yrði sá fyrsti til að verða rekinn lækkaði hjá ensku veðbönkum eftir að Burnley tók stigin þrjú á Stamford Bridge í dag.

Tímabil eftir að lið hafa orðið Englandsmeistarar geta oft verið erfið, og sem dæmi má nefna þegar Claudio Ranieri var rekinn frá Leicester og Jose Mourinho frá Chelsea.

Síðasta liðið til að verja Englandsmeistaratitilinn var Manchester United en þeir urðu meistarar tímabilin 2006/07, 2007/08 og 2008/2009.

Það er þó alls ekki hægt að fara segja til um það hvort Antonio Conte verði rekinn á næstunni enda er aðeins einn leikur búinn af tímabilinu og nóg af leikjum eftir til að snúa genginu við.

Það er allavega alveg ljóst að hann verður að taka þrjú stig gegn Tottenham næstu helgi svo að pressan á honum aukist ekki frekar.

Næstu stjórar á eftir Conte í veðbönkunum eru þeir Rafa Benitez stjóri Newcastle og Mark Hughes stjóri Stoke City.


Athugasemdir
banner
banner
banner