lau 12. ágúst 2017 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho, Dembele, Eriksen og fleiri orðaðir við Barca
Powerade
Fer Eriksen til Barcelona?
Fer Eriksen til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Mbappe kemur fyrir í slúðurpakka dagsins.
Mbappe kemur fyrir í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Chris Wood.
Chris Wood.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er farin að rúlla. Þrátt fyrir það er nokkuð í að félagsskiptaglugginn loki. Kíkjum á slúður dagsins.

Barcelona ætlar að beina sjónum sínum að Christian Eriksen (25), leikmanni Tottenham og danska landsliðsins, þar sem Liverpool ætlar ekki að selja Philippe Coutinho (25). (Independent)

Liverpool vill fá 150 milljón evrur fyrir Coutinho. (Daily Record)

Ousmane Dembele (20), leikmaður Borussia Dortmund, er enn efstur á óskalista Barcelona. Katalóníustórveldið ætlar að gera tilboð upp á 140 milljónir evra í hann. (AS)

Ef Barcelona tekst ekki að fá Coutinho eða Dembele, þá gætu þeir reynt að fá Ivan Perisic (28) frá Inter Milan. Perisic hefur verið mikið orðaður við Manchester United í sumar. (Sport Italia)

Angel Di Maria (29) er óvænt orðaður við Barcelona, sem mögulegur arftaki fyrir Neymar. (Sport)

PSG hefur boðið Kylian Mbappe (18) árslaun upp á 18 milljónir evra í von um að sannfæra hann um að koma frá Mónakó. (L'Equipe)

Mbappe er áhugasamur um að fara til PSG, en samkomulag er ekki í höfn. Þetta mun líklega ekki gerast í sumar. (ESPN)

Real Madrid hefur ekki lengur áhuga á Mbappe, þeir ætla frekar að fá Eden Hazard (26) frá Englandsmeisturum Chelsea. (Don Balon)

Chelsea á eftir að gera annað tilboð í Danny Drinkwater (27), miðjumann Leicester. Fyrr í sumar hafnaði Leicester 15 milljón punda tilboði frá Chelsea í Drinkwater. (Telegraph)

Tottenahm er í viðræðum við Ajax um kaup á varnarmanninum Davinson Sanchez (21) fyrir 35 milljónir punda. (Mirror)

Burnley leitar að sóknarmanni til að fylla skarð Andre Gray sem fór til Watford. Chris Wood (25) hjá Leeds, er efstur á óskalistanum og Burnley gæti boðið 15 milljónir punda í hann. Wood var markahæstur í Championship á síðasta tímabili. (Sun)

Leeds hefur hafnað 12 milljón punda tilboði í Wood, tilboð sem barst líklega frá Burnley. (Yorkshire Evening Post)

Leeds hefur Pierre-Michel Lasogga (25), sóknarmann Hamburg, í huga ef þeir þurfa að finna mann í stað Wood. (Bild)

Kylian Mbappe er ekki eini leikmaðurinn sem Real Madrid hefur ekki lengur áhuga á. Markverðirnir Thibaut Courtois (25) hjá Englandsmeisturum Chelsea, og David de Gea (26) hjá Manchester United eru ekki lengur á óskalistanum. (Don Balon)

Swansea mun bjóða 20 milljónir punda í Joe Allen (27) þrátt fyrir að Stoke hafi sagt að hann sé ekki til sölu. (Mirror)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, viðurkennir það að geta ekki keppt við önnur lið í ensku úrvalsdeildinni hvað varðar fjármuni. Hann segist ekki geta gefið Rafa Benitez, stjóra liðsins, nægilega mikið til að moða úr. Benitez er sagður pirraður. (Sky Sports)

Monchi, stjóra fótboltamála hjá ítalaska félaginu Roma, segir að félagið muni ekki hækka tilboð sitt í Riyad Mahrez, leikmann Leicester. Síðasta tilboð var 32 milljónir punda. (Sun)

Tottenham hefur sent fyrirspurn til Celta Vigo varðandi miðjumanninn Pape Cheikh Diop (20). Spurs er ekki eina liðið á eftir honum, Lyon hefur einnig áhuga. (Daily Mail)

West Ham hefur náð munnlegu samkomulagi við Sporting CP vegna miðjumannsins William Carvalho (25). (Diario de Noticias)

Tony Pulis, stjóri West Brom, ætlar að kaupa fimm leikmenn til viðbótar áður en glugginn lokar. (Times)

Manchester United er nálægt því að kaupa Bruno Amorim (19), sóknarmann frá Oliveirense í Portúgal. ((Noticias ao Minuto)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner