Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. ágúst 2017 18:34
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Aguero á skotskónum þegar Man City sigraði Brighton
Manchester City byrjar tímabilið vel.
Manchester City byrjar tímabilið vel.
Mynd: Man City - Twitter
Brighton 0 - 2 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('70 )
0-2 Lewis Dunk ('75 , sjálfsmark)

Manchester City byrjar tímabilið á sigri en þeir heimsóttu nýliða Brighton í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Það var markalaust þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, og fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Dale Stephens leikmaður Brighton missti þá boltann klaufalega á miðjum velli og Man City fór í skyndisókn sem endaði með því að Sergio Aguero kom boltanum í netið.

Fimm mínútum síðar skallaði Lewis Dunk boltann í eigið mark og ekki voru mörkin fleiri, niðurstaðan 0-2 sigur Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner