Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. ágúst 2017 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Titilvörn Chelsea hófst á tapi - Rooney hetja Everton
Burnley spilaði frábærlega.
Burnley spilaði frábærlega.
Mynd: Getty Images
Cahill fékk rautt.
Cahill fékk rautt.
Mynd: Getty Images
Rooney tryggði Everton sigur.
Rooney tryggði Everton sigur.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur farið af stað með miklum látum! Núna voru fimm leikir að klárast, en í þessum sjö leikjum sem eru búnir, þá hafa verið skoruð fleiri en 20 mörk. Leikirnir sem hafa verið búnir hafa líka flestir verið gríðarlega góð skemmtun fyrir fótboltaunnendann.

Stærstu úrslit helgarinnar hingað til komu á Stamford Bridge. Þar hóf Chelsea titilvörn sína gegn Burnley á heimavelli.

Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Chelsea því Gary Cahill, fyrirliði liðsins, fékk beint rautt spjald eftir 13 mínútur. Eftir það keyrði Burnley yfir Cheslea. Þeir komust í 3-0, en á meðan Burnley var að spila flottan fótbolta fór mest orka Chelsea-manna í pirring.

Chelsea setti Alvaro Morata inn á í seinni hálfleiknum og hann kom með aukinn kraft í sóknarleikinn. Morata skoraði og minnkaði muninn og David Luiz bætti síðan við og staðan 3-2.

Lengra komst Chelsea ekki, lokatölur 3-2. Mark var dæmt af Chelsea í seinni hálfleiknum, en Morata potaði þá inn skoti Andreas Christensen. Boltinn var á leiðinni inn, en Morata var rangstæður.

Titilvörnin fer ekki vel af stað fyrir Chelsea, en Burnley menn eru væntanlega mjög sáttir. Jóhann Berg Guðmundsson, íslenski landsliðsmaðurinn, spilaði 75 mínútur hjá Burnley.

Nýliðar Huddersfield byrja af krafti. Þeir burstðu Crystal Palace 3-0. Southampton og Swansea gerðu markalaust jafntefli, Wayne Rooney var hetja Everton í sigri á Stoke og West Brom lagði Bournemouth.

Chelsea 2 - 3 Burnley
0-1 Sam Vokes ('24 )
0-2 Stephen Ward ('39 )
0-3 Sam Vokes ('43 )
1-3 Alvaro Morata ('69 )
2-3 David Luiz ('88 )
Rautt spjald: Gary Cahill, Chelsea ('14), Cesc Fabregas, Chelsea ('81)

Crystal Palace 0 - 3 Huddersfield
0-1 Joel Ward ('23 , sjálfsmark)
0-2 Steve Mounie ('26 )
0-3 Steve Mounie ('78 )

Everton 1 - 0 Stoke City
1-0 Wayne Rooney ('45 )

Southampton 0 - 0 Swansea

West Brom 1 - 0 Bournemouth
1-0 Ahmed Hegazy ('31 )
Athugasemdir
banner
banner
banner