Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
   lau 12. ágúst 2017 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Gunnar Heiðar um ávísunina: Þetta fer beint á Lundann!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmark ÍBV
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmark ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður ÍBV, var með ósvikin viðbrögð eftir 1-0 sigur liðsins á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. ÍBV vann sinn fyrsta bikar frá því liðið vann Leiftur fyrir 19 árum síðan.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  0 FH

Gunnar Heiðar, sem er 35 ára gamall, kom aftur heim til ÍBV eftir að hafa leikið í atvinnumennsku til fjölda ára. Það var því kærkomið að hann skildi skora sigurmarkið og fagna bikarsigri í dag.

„Nei, það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Þetta er búið að vera draumur frá því ég var lítill Peyji og að vinna þetta núna 35 ára, það er geggjað," sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta er búið að vera þvílíkt strit og hefur verið erfitt og ég ætlaði að ná þessu einhverntímann á ævinni og loksins tókst það. Ef ég á að segja alveg eins og vera hreinskilinn og ég sagði við Fótbolta.net fyrr í dag að mig langaði að fá FH frekar en Leikni og það hefur hentað betur að vera underdogs."

ÍBV spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og átti markið vel verðskuldað er Gunnar Heiðar skoraði. Það dugði þrátt fyrir að liðið datt aftur í seinni hálfleik.

„Við vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Við gerðum það í fyrri hálfleik og sýndum að við erum flott lið og okkur er skítsama. Við náðum að standast þetta í dag, 1-0, gæti ekki verið meira saman hvernig við gerum þetta."

ÍBV fékk eina milljón frá Borgun í verðlaun. Hún verður leyst út og farið beint með hana á Lundann í Vestmannaeyjum.

„Þetta fer beint á Lundann. Ég veit að þeir eru hættir að taka ávísanir en við förum og skiptum þessu," sagði Gunnar Heiðar sáttur.

Það var vel tekið á móti Eyjamönnum er handboltaliðið vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum árum. Hann vonar að það verði svipaðar móttökur.

„Þegar maður bjó úti og búinn að horfa á handboltann gera þetta í nokkur ár og ég hugsaði djöfull skal ég gera þetta með fótboltanum og það er eins gott að það verði góðar móttökur, trúi ekki öðru."

„Ég get lofað að það er alvöru stemmning í kvöld og langt fram á nótt. Við sögðum við fólk á þjóðhátíð að spara okkur á sunnudaginn, því við tökum aðra á laugardaginn,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner