Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. ágúst 2017 16:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höskuldur og félagar fengu skell - Gunnhildur fyrirliði
Höskuldur spilaði allan leikinn fyrir Halmstad.
Höskuldur spilaði allan leikinn fyrir Halmstad.
Mynd: Getty Images
Gunnhildur er fyrirliði Valerenga í Noregi.
Gunnhildur er fyrirliði Valerenga í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoðum hvað íslenskir fótboltamenn voru að gera á þessum flotta laugardegi.

Danmörk
Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörn Lyngby gegn Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en Lyngby er með fjögur stig í 11. sæti. Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá Sönderjyske, en hann kom ekki við sögu í dag og hefur ekki enn spilað á tímabilinu.

Lyngby 1 - 1 Sönderjyske
0-1 K. Luijckx ('82)
1-1 G. Marcussen ('86)

Noregur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin heim af EM í Holland. Hún var með fyrirliðaband Valerenga í 1-0 sigri á Klepp í norsku úrvalsdeildinni. Gunnhildur Yrsa kom til Valerenga fyrir tímabilið, en hún hefur sannað sig og er strax komin með fyrirliðabandið.

Vålerenga 1 - 0 Klepp
1-0 J. Nordin ('6)

Skotland
Kári Árnason var ónotaður varamaður þegar Aberdeen vann 2-1 sigur á Ross Conty í skosku úrvalsdeildinni. Kári var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í síðasta leik og var geymdur á bekknum í dag.

Ross County 1 - 2 Aberdeen
1-0 C. Curran ('2)
1-1 M. Reynolds ('23)
1-2 S. Logan ('71)

Svíþjóð
Hið nýja Íslendingalið Halmstad fékk skell gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni. Höskuldur Gunnlaugsson spilaði allan leikinn fyrir Halmstad, en hann skoraði í sínum fyrsta leik um síðustu helgi. Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem kom til Halmstad í vikunni, var ekki með í leiknum í dag. Halmstad er í næst neðsta sæti deildarinnar, en Sirius er að gera góða hluti, þeir eru í öðru sæti.

Halmstad 0 - 3 Sirius
0-1 E. Andersson ('9)
0-2 M. Shkodran ('83)
0-3 M. Shkodran ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner