lau 12. ágúst 2017 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvað er að gerast á Stamford Bridge?"
Mynd: Getty Images
Fótboltaunnendur eru glaðir í dag. Enska úrvalsdeildin er farin af stað og hún hefur byrjað með látum! Það voru 13 mörk skoruð í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, en það eru fimm leikir í gangi.

Það eru komin mörk í þessa leiki, en athyglisverðust er staðan á Stamford Bridge, heimavelli Englandsmeistara Chelsea.

Þar eru Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley í heimsókn. Staðan þegar þessi frétt er skrifuð er 3-0 fyrir Burnley!

Gary Cahill hóf fyrirliðatörn sína hjá félaginu með því að fá rautt spjald eftir 13 mínútur, en frammistaða Chelsea í dag hefur verið andlaus. Leikmenn þeirra hafa verið pirraðir og hafa spilað illa.

Stuðningsmenn Chelsea hafa verið duglegir að baula á sína menn.

Samfélagsmiðlar hafa logað vegna frammistöðu Chelsea, en hér að neðan eru nokkur vel valin tíst. Við minnum á kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter.

Það eru 40 mínútur af leikjunum, en hægt er að fylgjast með stöðunni í þeim öllum með úrslitaþjónustu á forsíðu.

























Athugasemdir
banner
banner
banner
banner