Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. ágúst 2017 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Liverpool á að leyfa Coutinho að fara"
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas, fyrrum miðjumaður Tottenham, segir að Liverpool eigi að leyfa Philippe Coutinho að fara til Barcelona.

Coutinho hefur farið formlega fram á sölu frá Liverpool. Barcelona hefur lagt fram tvö tilboð í hann, en þeim hefur báðum verið hafnað. Síðasta tilboð Barcelona var upp á 90 milljónir punda.

Jenas, sem vinnur núna sem sérfræðingur hjá BBC, segir að Liverpool eigi að selja Coutinho til Katalóníu.

„Að mínu mati á Liverpool að þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert og leyfa honum að fara," sagði Jenas.

„Mun Barcelona einhvern tímann koma aftur? Ef þeir finna einhvern annan, þá er tækifærið farið."

„Hann lítur væntanlega á þetta sem sitt tækifæri. Leikmaðurinn vill fara og hann mun líklega gera allt til þess að komast þangað."

Coutinho spilar ekki með Liverpool gegn Watford í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner