Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. ágúst 2017 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wagner: Fæturnir svo þungir að þeir geta ekki hoppað
David Wagner, stjóri Huddersfield.
David Wagner, stjóri Huddersfield.
Mynd: Getty Images
David Wagner, stjóri Huddersfield, var að vonum gríðarlega ánægður eftir 3-0 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Flestir tippa á það að Huddersfield, sem er nýliði, verði eitt af þeim liðum sem fari niður, en ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu í dag þá eru þeir til alls líklegir á þessu tímabili.

„Við komum vel inn í þennan leik," sagði Wagner. „Við börðumst vel og stóðum saman sem lið."

„Úrslitin sýna hins vegar ekki rétt mynd af leiknum þar sem Palace fékk líka tækifæri til að skora."

Wagner, sem er mikill vinur Jurgen Klopp, var síðan spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvort leikmenn Huddersfield myndu ná að halda fótum sínum á jörðinni. Wagner var hress í svari sínu.

„Fætur þeirra eru svo þungir að þeir geta ekki hoppað."
Athugasemdir
banner
banner
banner