mán 12. ágúst 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli var ekki 100% - „Fínt að geta hvílt hann"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Arnarson var allan tímann á bekknum þegar HK lagði topplið KR að velli í Pepsi Max-deildinni í gær, 4-1.

Atli hefur verið einn öflugasti leikmaðurinn í liði HK í sumar, en hann gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

„Hann varð fyrir smá hnjaski út í Eyjum og var ekki alveg 100%," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir sigurinn gegn KR-ingum í gær.

„Við höfðum hann meira til taks, en það var fínt að geta hvílt hann í dag."

Eftir sigurinn í gær er HK í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar með 24 stig.

Hér að neðan má sjá viðtalið sem var tekið við Brynjar Björn í gær.
Brynjar Björn: Við erum ekki að elta Evrópusæti
Athugasemdir
banner
banner
banner