Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. ágúst 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 13. umferðar: Íslendingar í öllum stöðum
Dóra María og Ída Marín eru í liði umferðarinnar.
Dóra María og Ída Marín eru í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Bryndís Lára og Elín Metta eru í liði umferðarinnar einnig.
Bryndís Lára og Elín Metta eru í liði umferðarinnar einnig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna lauk á föstudagskvöldið með þremur leikjum. Umferðin hófst hinsvegar fimmtudaginn 1. ágúst með markalausu jafntefli Breiðabliks og Þór/KA.

Fylkir á fjóra fulltrúa í liði umferðarinnar en liðið vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni. Kjartan Stefánsson þjálfari liðsins hefur verið að gera góða hluti með liðið að undanförnu og hefur liðið nú unnið fjóra leiki í röð og kvatt fallbaráttuna.


Berglind Rós Ágústsdóttir er í vörninni og þá eru þær Þórdís Elva Ágústsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir í liði umferðarinnar í fyrsta skipti í sumar.

Hrafnhildur Hauksdóttir er einnig í liði umferðarinnar í fyrsta skipti í sumar en hún skoraði bæði mörk Selfoss í 2-0 sigri liðsins á Keflavík.

Lára Kristín Pedersen og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir stóðu vaktina vel í liði Þórs/KA í markalausu jafntefli gegn Breiðabliki í upphafi mánaðarins.

KR fór til Eyja og vann þar 4-2 sigur þar sem Katrín Ómarsdóttir fór fyrir sínu liði ásamt Guðmundu Brynju Óladóttur.

Að lokum var rassskelling á Origo-vellinum þegar Valsstelpur slátruðu HK/Víkingi 7-0. Þar fóru Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir á kostum ásamt fleiri leikmönnum Vals sem gerðu tilkall í lið umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner