Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. ágúst 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 16. umferðar: Sex fulltrúar úr fallbaráttunni
Brynjar Atli er í liði umferðarinnar.
Brynjar Atli er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo er einnig í liði umferðarinnar.
Alvaro Montejo er einnig í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Þór Helgason.
Arnar Þór Helgason.
Mynd: Hulda Margrét
16. umferðin í Inkasso-deild karla hófst föstudagskvöld með fimm leikjum og henni lauk á laugardaginn með endurkomu sigri Magna á Haukum á Ásvöllum.

Þjálfari Magna, Sveinn Steingrímsson er þjálfari umferðarinnar eftir sigurinn á Haukum en liðið lenti 1-0 undir í leiknum en kom til baka og unnu að lokum 2-1 sigur.


Miðjumaðurinn, Ólafur Aron Pétursson var gríðarlega öflugur í liði Magna í leiknum og var besti leikmaður vallarins.

Í markinu er hinn ungi Brynjar Atli Bragason markvörður Njarðvíkur sem hafði nóg að gera í 1-1 jafntefli liðsins gegn Fjölni þar sem Fjölnir jafnaði metin í uppbótartíma. Í vörninni er einnig Njarðvíkingurinn, Toni Tipuric.

Með honum í vörninni er Spánverjinn, Roger Banet Badia leikmaður Aftureldingar sem stóð vaktina vel í 3-0 sigri liðsins á Fram. Auk þess er Jason Daði Svanþórsson í liði umferðarinnar.

Varnarmaður Gróttu, Arnar Þór Helgason er einnig í vörninni en Grótta á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar eftir 4-3 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Þá skoraði Pétur Theodór Árnason tvívegis í leiknum og Ástbjörn Þórðarson var öflugur á miðjunni hjá Gróttu.

James Dale er fulltrúi Víkings Ólafsvíkur í liði umferðarinnar en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Leikni á heimaveli. Þá eiga Þórsarar tvo fulltrúa í liði umferðarinnar en liðið sigraði Þrótt 3-1 í Laugardalnum. Alvaro Montejo skoraði annað mark Þórs í leiknum og þá var Orri Sigurjónsson öflugur í liði Þórs sem situr í 2. sæti deildarinnar.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner