Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. ágúst 2019 21:30
Arnar Helgi Magnússon
Castillion fékk viljandi gult spjald
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir vann Grindavík í kvöld í Pepsi Max-deildinni en leikið var í Árbænum. Geoffrey Castillion kom Fylki á bragðið með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu.

Castillion fékk svo að líta gult spjald á á 76. mínútu og má ætla að það hafi verið planað. Þetta var fjórða gula spjald Castillion í sumar sem þýðir að hann er í banni í næsta leik. Spjaldið fékk hann fyrir að sparka boltanum burt þegar dómarinn var búinn að flauta aukaspyrnu.

Næsti leikur Fylkis er hinsvegar gegn FH en hann er einmitt á láni frá Fimleikafélaginu! Það þýðir að Castillion tekur út leikbann í þeim leik sem að hann hefði hvort eða er ekki mátt spila. Hann verður því klár gegn HK þann 26. ágúst.

Elvar Geir Magnússon textalýsti leiknum og hann hafði þetta að segja um atvikið:

„Castillion fær sér viljandi gult spjald. Sparkar boltanum í burtu þegar búið er að flauta."

„Þarna er hann að koma sér í bann á móti FH, fær sitt fjórða gula spjald á tímabilinu. Hann er á láni frá FH og hefði hvort sem er ekki mátt spila þann leik. Planað."


Margir muna eflaust eftir því þegar Sergio Ramos fékk viljandi gult spjald gegn Ajax í Meistaradeildinni fyrr í vor til þess að ná undanúrslitunum. Real komst síðan ekki í undanúrslit. Sama brella hjá Castillion?

Uppfært: Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, viðurkennir að Castillion hafi viljandi krækt í gult.

„Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma," sagði Ólafur við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner