Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. ágúst 2019 13:26
Fótbolti.net
„FH þurfti þennan sigur meira en súrefni"
Klukkan er gleði hjá FH-ingum.
Klukkan er gleði hjá FH-ingum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jónatan Ingi Jónsson.
Jónatan Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar sýndu samheldni, baráttu og karakter þegar þeir lögðu Valsmenn í Pepsi Max-deildinni í gær. Þeir hafa fengið mikla gagnrýni í sumar en eru skyndilega komnir í ansi góð mál eins og farið var yfir í Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„FH-ingar fögnuðu af innlifun, maður sá að það voru miklu meira en bara einhver þrjú stig í boði. FH-ingar þurftu þennan sigur meira en súrefni," segir Gunnar Birgisson,

„FH er í þriðja sæti og það er stutt síðan við vorum að ræða það að liðið væri í fallbaráttu og menn ekki að fá laun. Nú eru þeir í þriðja sæti, Evrópudraumurinn er á lífi og undanúrslit í bikarnum."

Magnús Már Einarsson bendir á hversu furðuleg deildin sé.

F„H er með tvo sigurleiki í röð. Þessi deild er eins og jójó, þú stekkur upp með tveimur sigrum í röð og svo ferðu aftur niður ef þú tapar tveimur leikjum í röð. En klukkan er gleði hjá FH núna og liðið sýnir karakter, bæði gegn ÍA og svo aftur gegn Val. Sigurmörk seint í leikjunum og menn eru að fagna. Það er karakter og barátta. Þetta er í annað sinn í sumar sem þeir fara á Hlíðarenda og sækja sigur. Þeir unnu þá líka í bikarnum," segir Magnús.

„Í leikslok labbaði Óli Kristjáns beint að Daða og faðmaði hann. Þeir sýna samstöðu, eitthvað sem FH þarf að hafa. Allt er gleymt og grafið og þeir eru í þessu saman," segir Gunnar.

„Það var greinilegt að leikmenn eru alveg til í að gera þetta fyrir Óla Kristjáns. Það er gaman að fá tækifæri til að hrósa FH. Það hafa ekki verið mikið af því í sumar," segir Elvar Geir Magnússon.

FH-ingar eiga rosalegan leik í Kaplakrika á miðvikudagskvöld þegar þeir leika gegn KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.


Innkastið - Gufurugluð Pepsi Max-deild
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner