Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 12. ágúst 2019 09:22
Magnús Már Einarsson
Lovren til Roma og Özil til Bandaríkjanna?
Powerade
Dejan Lovren er orðaður við Roma.
Dejan Lovren er orðaður við Roma.
Mynd: Getty Images
Hvað verður um Özil?
Hvað verður um Özil?
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði í síðustu viku en í öðrum deildum er allt opið til mánaðarmóta. Hér er slúðrið úr götublöðunum. BBC tók saman.



Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill fá Ben Chilwell vinstri bakvörð Leicester þegar félagaskiptabanninu lýkur næsta sumar. Chilwell er metinn á 70 milljónir punda. (Sun)

Paul Pogba (26), miðjumaður Manchester United, segir að það séu alltaf spurningamerki í kringum framtíð sína hjá Manchester United. (RMC)

Barcelona hefur útilokað að Philippe Coutinho fari frá félaginu í sumar. (Marca)

Viðræður Barcelona og PSG um félagaskipti Neymar hafa siglt í strand eftir að franska félagið óskaði eftir að fá þrjá leikmenn í skiptum. (Sport)

Umboðsmenn Mesut Özil (30) ætla að fljúga til Bandaríkjanna til að ræða við DC United um möguleg félagaskipti. (Express)

Dejan Lovren (30), varnarmaður Liverpool, er ennþá á óskalista Roma. (Corriere Dello Sport)

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, segir að Paulo Dybala (25) verði mögulega ekki í Meistaradeildarhópnum hjá liðinu. Sarri segir að Dybala verið að íhuga að fara í annað félag. (Mirror)

Napoli ætlar að hætta við að fá James Rodriguez (28) frá Real Madrid og reyna þess í stað við Hirving Lozano (24) kantmann PSV Eindhoven. (Marca)

Barcelona ætlar að leyfa brasilíska miðjumanninum Rafinha (26) að fara. Rafinha var orðaður við Liverpool og Arsenal í sumar en hann gæti nú verið á leið til Valencia. (Sport)

Eliaquim Mangala (28) miðvörður Manchester City er aftur á leið til Valencia á láni. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner