Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. ágúst 2019 18:55
Arnar Helgi Magnússon
Norðurlöndin: Arnór með mark og stoðsendingu - Jafnt í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum á Norðurlöndunum í kvöld.

Mark og stoðsending frá Arnóri
Arnór Smárason var funheitur þegar Lillestrøm sigraði Mjøndalen í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gestirnir í Mjøndalen komust yfir eftir tíu mínútur en Arnór kom Lillestrøm á bragðið í leiknum þegar hann setti boltann í netið af vítapunktinum á þrettándu mínútu leiksins. Staðan 1-1.

Arnór átti svo stoðsendinguna í öðru marki Lillestrøm sem kom á 36. mínútu leiksins en það gerði Simen Kind Mikalsen.

Lillestrøm komst í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks en gestirnir náðu að klóra í bakkann en lokatölur urðu 3-2. Lillestrøm situr í níunda sæti deildarinnar með 21 stig.

Markalaust í Íslendingaslag
Eggert Gunnþór Jónsson og Jón Dagur Þorsteinsson mættust í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni en þeir voru báðir í byrjunarliði síns liðs.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en honum lauk með markalausu jafntefli. Jón Dagur Þorsteinsson var tekinn útaf á 68. mínútu leiksins en Eggert spilaði allar 90 mínúturnar.

Aarhus, lið Jón Dags, er án sigurs eftir fimm leiki en liðið situr í tólfta sæti með tvö stig. Sönderjyske, lið Eggerts, er í fimmta sæti með átta stig.

Nói tekinn útaf í hálfleik
Nói Snæhólm Ólafsson var í byrjunarliði Syrianska sem að tapaði 3-1 fyrir Jönköping í sænsku B-deildinni. Nói var tekinn útaf í hálfleik en þá var staðan 3-0 fyrir Jönköping.

Syrianska er í tólfta sæti deildarinnar með tuttugu stig eftir 19 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner