Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 12. ágúst 2019 21:09
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi Max-deildin: Tvö mörk í upphafi leiks nægðu Fylki
Castillion kom Fylki á bragðið
Castillion kom Fylki á bragðið
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 2 - 1 Grindavík
1-0 Geoffrey Castillion ('4, víti)
2-0 Hákon Ingi Jónsson ('16)
2-1 Sigurjón Rúnarsson ('90)

Fylkir vann góðan og mikilvægan sigur á Grindavík þegar liðin mættust í Lautinni í kvöld. Fylkir byrjaði leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega að brjóta ísinn.

Það voru ekki liðnar nema tæpar fjórar mínútur af leiknum þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. Ragnar Bragi Sveinsson ætlaði þá að fara framhjá Josip Zeba sem að felldi hann á vítateigslínunni. Vítaspyrna réttilega dæmd.

Geoffrey Castillion fór á vítapunktinn og setti boltann í markið af miklu öryggi þrátt fyrir að Vladan Djogatovic hafi farið í rétt horn.

Castillion var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann setti boltann í slánna eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn.

Hákon Ingi Jónsson tvöfaldaði forystu Fylkis á 16. mínútu þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir geggjaða fyrirgjöf frá Daða Ólafssyni. Vörn gestanna gjörsamlega úti á þekju! 2-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað og náðu gestirnir ekki að ógna marki Fylkis mikið. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka átti Stefán Alexander Ljubicic fínt skot á markið sem að Stefán Logi kýldi frá, beint í fætur Primo sem hitti boltann illa og flaug hann hátt yfir markið. Eitt allra besta færi Grindavíkur í leiknum.

Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem að Grindavík minnkaði muninn en það mark kom bara alltof seint. Sigurjón Rúnarsson skallaði þá boltann í netið af stuttu færi.

Lokatölur á Wurth-vellinum 2-1 og Fylkir ná þremur dýrmætum stigum á meðan útlitið fyrir Grindavík er að verða ansi dökkt.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner