mán 12. ágúst 2019 20:35
Arnar Helgi Magnússon
Sneijder kallar þetta gott - Skórnir komnir upp í hillu
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin, Wesley Sneijder, hefur nú lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir ansi glæstan feril.

Sneijder hefur nú verið án félags í 18 mánuði eða síðan að hann yfirgaf Katar en þar spilaði hann með Al-Gharafa.

Ferill Sneijder hófst með Ajax árið 2002 þar sem að hann spilaði í fimm ár áður en að hann flutti til Spánar og spilaði með Real Madrid í tvö ár.

Þaðan fór hann til Inter Milan og en hann var algjör lykilhlekkur í liði Inter sem að sigraði þrennuna árið 2010. Þá vann liðið ítölsku deildina, ítalska bikarinn og Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Það þótti hneyksli þegar Sneijder var ekki einn af þremur sem að tilnefndir voru til Ballon d'Or verðlaunanna það árið.

Árið 2010 var hann einnig valinn næstbesti leikmaður Heimsmeistaramótsins en hollenska liðið hafnaði þar í 2. sæti.

Eftir tímann á Ítalíu fór hann til Tyrklands og lék þar með Galatasary áður en að hann samdi við Nice en dvölin í Frakklandi var misheppnuð.

Sneijder lék 134 landsleiki fyrir Holland en enginn hefur leikið fleiri landsleiki en hann. Svo sannarlega glæstur ferill sem nú er á enda.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner