Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. ágúst 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan missti tvo af velli í fyrri hálfleik - „Ástandið ekki gott"
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stjarnan tapaði 4-2 gegn KA á Akureyri í Pepsi Max-deildinni í gærdag.

Stjarnan varð fyrir skakkaföllum í leiknum því bæði Haraldur Björnsson og Jóhann Laxdal þurftu að fara meiddir af velli.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði eftir leik að staðan á þeim væri ekki góð.

„Það er ekki gott (ástandið á þeim), en við sjáum hvernig það þróast á næstu dögum," sagði Rúnar.

Úr textalýsingu:

Á 20. mínútu: Elís Rafn kemur inn fyrir Jóhann Laxdal, sem er meiddur.

á 35. mínútu: Daníel Laxdal missir boltann of langt frá sér og Ásgeir Sigurgeirsson ræðst á boltann. Fyrsta snertingin er alltof þung og hann missir boltann til Haralds sem að handsamar hann. Þeir lenda svo í samstuði og liggja báðir eftir. Ívar Orri metur það sem svo að Ásgeir hafi verið full seinn og gefur honum gult spjald.

Nánar er hægt að lesa um leikinn hérna, en eftir hann er Stjarnan í fimmta sæti með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn ÍA næstkomandi sunnudag.
Rúnar Páll: Vorum sjálfum okkur verstir í þessum mörkum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner