Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. ágúst 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
97% stuðningsmanna Birmingham óánægðir
St. Andrew's, heimavöllur Birmingham.
St. Andrew's, heimavöllur Birmingham.
Mynd: Getty Images
Óvissa ríkir varðandi eignarhaldið á enska Championship-félaginu Birmingham City.

Fjárfestingahópur með Maxi Lopez, fyrrum leikmann Barcelona, og viðskiptamanninn Paul Richardson vinna að því að kaupa félagið en enska deildin á enn eftir að samþykkja yfirtökuna.

Þingmaðurinn Shabana Mahmood lét gera skoðanakönnun meðal tæplega 1.300 stuðningsmanna Birmingham og var niðurstaðan sú að 97% eru óánægðir með það hvernig félagið er rekið.

Í skýrslu kemur fram að Birmingham sé í 120 milljóna punda skuld og sé með „leikvang í niðurníslu sem ekkert viðhald hefur verið á í tvö ár".

„Eins og kjósendur mínir hafa beint á þá hafa stuðningsmenn Birmingham ekki getað annað en horft á meðan þeirra ástsæla félag er illa rekið og stefnir í eyðileggingu. Það þurfa að sjást raunverulegar framfarir og merki þess að hlutirnir séu að breytast," segir Mahmood.

Birmingham er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðir ensku Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner