Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. ágúst 2022 12:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klöppuðu aftur fyrir íslensku liði - „Eru fullgrófir á köflum finnst mér"
Víkingar fá mikið lof á samfélagsmiðlum
Stuðningsmenn Lech klappa fyrir Víkingum í leikslok.
Stuðningsmenn Lech klappa fyrir Víkingum í leikslok.
Mynd: Adam Ciereszko
Þetta er í annað sinn sem stuðningsmenn Lech klappa fyrir íslensku félagsliði í leikslok.
Þetta er í annað sinn sem stuðningsmenn Lech klappa fyrir íslensku félagsliði í leikslok.
Mynd: Adam Ciereszko
Víkingar eignuðust fullt af nýju stuðningsfólki í gær er þeir spiluðu við Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær.

Víkingar börðust hetjulega og gáfu allt í verkefnið, en á endanum var það ekki nóg.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Það er stutt á milli í þessu. Víkingar hefðu getað farið langt með að klára einvígið ef þeir hefðu nýtt tvö mjög góð færi sem þeir fengu snemma leiks.

En svona er þetta, þessi fótbolti. Hann getur verið grimmur.

Víkingar unnu sér inn mikla virðingu hjá stuðningsfólki Lech með frammistöðu sinni í þessu einvígi og var leikmönnum Víkings vel fagnað í leikslok í gær. Þetta er í annað sinn sem stuðningsmenn Lech klappa fyrir íslensku félagsliði.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var spurður út í þetta í viðtali við Fótbolta.net í gær. „Ég frétti af þessu. Ég sá það ekki sjálfur, ég var kominn inn í búningsklefa," sagði Arnar.

„Það er voða næs en við töpuðum samt 4-1. Þeir eru rosa kröfuharðir Pólverjarnir á sitt lið. Þeir eru fullgrófir á köflum finnst mér. Liðið þeirra var að vinna 4-1 og að komast áfram."

Stuðningsmenn Lech voru ekkert sérstaklega ánægðir með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að þeir hafi komist áfram, þeir eru kröfuharðir og vilja meira.

Það var áhugavert að skoða samfélagsmiðla í gær, en Víkingar fá þar mikið hrós frá stuðningsfólki Lech.






Athugasemdir
banner
banner
banner