Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. ágúst 2022 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nunez var fljótasti leikmaður fyrstu umferðar
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez, sóknarmaður Liverpool, átti ansi öfluga innkomu þegar Liverpool mætti Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Nunez byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og hafði mikil áhrif á leikinn.

Honum tókst bæði að skora og leggja upp, og var hann heilt yfir mjög sterkur í sínum fyrsta deildarleik á Englandi.

Nunez er með mikinn kraft og mikinn hraða - hann er mögulega hraðasti leikmaður deildarinnar. Allavegja segja mælingar úr fyrstu umferð það.

Samkvæmt tölum frá ESPN þá var Nunez hraðasti leikmaður deildarinnar í fyrstu umferð; hann mældist á 36,53 kílómetra hraða á klukkustund sem er býsna gott.

Liverpool mætir Crystal Palace á mánudagskvöld og verður fróðlegt að sjá hvort han muni byrja þar.
Athugasemdir
banner
banner