Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. september 2018 19:43
Elvar Geir Magnússon
4. deild: Skallagrímur upp í 3. deild eftir framlengingu
Fleiri útivallarmörk réðu úrslitum
Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi.
Mynd: Aðsend
Álftanes 4 - 3 Skallagrímur (Samanlagt: 6-6)
1-0 Sjálfsmark ('3)
2-0 Arnar Már Björgvinsson (víti '24)
2-1 Viktor Ingi Jakobsson ('42)
2-2 Markaskorara vantar ('75)
3-2 Markaskorara vantar ('90)
3-3 Guillermo Gonzalez Lamarca ('99)
4-3 Markaskorara vantar ('120)

Það var boðið upp á dramatík á Bessastaðavelli þegar Álftanes tók á móti Skallagrími í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum 4. deildarinnar. Skallagrímur vann fyrri leikinn í Borgarnesi 3-2 og var hörkugóð mæting á leik dagsins.

Álftanes komst í 2-0 í leiknum í dag en Borgnesingar jöfnuðu 2-2. Heimamenn tryggðu sér þó framlengingu með því að skora í lok venjulegs leiktíma.

Spænski framherjinn Guillermo Lamarca skoraði fyrir Skallagrím í framlengingunni og tryggði liðinu áfram. Álftanes skoraði í lok framlengingarinnar en Skallagrímur fer upp á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Einvígið endaði samtals 6-6.

Skallagrímur hefur því tryggt sér sæti í 3. deild á næsta tímabili og þátttöku í úrslitaleik 4. deildarinnar.

Álftanes á enn möguleika á að fylgja Skallagrími upp en þrjú lið fara upp í ár vegna fjölgunar í 3. deild. Álftanes mun leika um þriðja sæti deildarinnar og mun sigurliðið úr þeim leik komast upp.

Klukkan 19:30 hófst seinni leikur Kórdrengja og Reynis Sandgerði í undanúrslitum en fyrri leikurinn endaði með 2-0 sigri Sandgerðinga.



Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner