Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. september 2018 13:30
Elvar Geir Magnússon
Æðstu menn Milan vongóðir um að Gazidis komi frá Arsenal
Ivan Gazidis.
Ivan Gazidis.
Mynd: Getty Images
Æðstu menn AC Milan eru vongóðir um að Ivan Gazidis láti af störfum sem framkvæmdastjóri Arsenal til að taka við sömu stöðu á San Siro.

Paolo Scaroni, forseti AC Milan, hefur í talsverðan tíma unnið að því að fá Gazidis og sagt er að samkomulag sé í aðsigi.

Arsenal vill halda Gazidis en talið er líklegt að hann verði kominn til Ítalíu á næstu vikum.

Milan vill að Gazidis verði meðal annars í samskiptum við UEFA vegna fjárhagsreglnanna 'Financial Fair Play'. AC Milan var nálægt því að fara í bann frá þátttöku í Evrópudeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner