banner
   mið 12. september 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Berta fyrsti yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd?
Andrea Berta.
Andrea Berta.
Mynd: Getty Images
Andrea Berta gæti orðið fyrsti yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United en Berta starfar fyrir Atletico Madrid.

Manchester United býr sig undir miklar breytingar á skipuriti sínu og hvernig málin eru höndluð bak við tjöldin.

Monchi hjá Roma og Fabio Paratici hjá Juventus hafa einnig verið orðaðir við stöðuna á Old Trafford en Edwin van der Sar, sem starfar hjá Ajax, hefur sagt að hann sé ekki á leiðinni aftur til United.

Evening Standard segir að Berta sé efstur á blaði en hann var fyrst orðaður við starf hjá United fyrir tveimur árum. Hann hefur starfað fyrir Atletico síðan 2013 en tók við starfi yfirmanns íþróttamála fyrir ári síðan.

Hann hjálpaði Atletico að fá til sín leikmenn eins og Antoine Griezmann oh Jan Oblak.

United vill fá yfirmann fótboltamála til að vinna náið með knattspyrnustjóra félagsins að því að styrkja leikmannahópinn. Jose Mourinho var augljóslega ósáttur við að félagið hafi ekki styrkt sig betur í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner