mið 12. september 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Cheryshev grunaður um að hafa notað ólögleg lyf
Cheryshev á HM.
Cheryshev á HM.
Mynd: Getty Images
Rússneski landsliðsmaðurinn Denis Cheryshev, sem skoraði fjögur mörk á HM í Rússlandi, er grunaður um brot á lyfjareglum.

Grunur féll á hinn 27 ára Cheryshev eftir að faðir hans sagði að sonur sinn hefði farið í vaxtarhormóna-meðferð. Pabbinn sagði síðan að blaðamaðurinn hefði misskilið sig.

Cheryshev, sem er nú hjá Valencia á lánssamningi frá Villarreal, spilaði fimm leiki á HM en Rússland komst í 8-liða úrslit.

Spænska lyfjaeftirlitið er komið með málið í sínar hendur en ef Cheryshev tók ólögleg lyf gæti hann fengið fjögurra ára keppnisbann.

Cheryshev sjálfur vill lítið tjá sig um málið en segist koma heiðarlega fram og telur að málið fái góðan endi. Hann segir rétt að leyfa lyfjaeftirlitinu að vinna sína vinnu í friði.

Lyfjanheyksli hafa verið áberandi í rússnesku íþróttalífi síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner