Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. september 2018 21:00
Magnús Már Einarsson
Fólk slæst yfir enska boltanum en mætir ekki á leiki á Íslandi
Óli Stefán fagnar marki í leik með Grindavík.
Óli Stefán fagnar marki í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Fyrst og síðast þurfum við að átta okkur á því að þetta er Pepsi-deildin og hún er ekki jafn góð og enska deildin og þessar stærstu deildir. Það fer hins vegar rosalega í taugarnar á mér þegar ég sé fólk klæða sig upp í United, Arsenal, Chelsea treyjur og rífast og slást jafnvel um úrslitin þar. Facebookið fyllist og það eru heilu grúbburnar um þessi lið eins og þetta sé þeirra eigið lið. Á meðan er liðið í bænum þínum kannski að ströggla," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag þegar hann ræddi um áhorfendafjölda í Pepsi-deildinni.

Smelltu hér til að hlusta á Óla Stefán í Miðjunni

Áhorfendafjöldi hefur verið mikið til umræðu undanfarið en fækkun hefur orðið á leikjum undanfarin ár.

„Við þurfum að gera gott úr því sem við höfum því þetta er besta deildin á Íslandi. Það sem var talað um og gert í vetur var ágætt en það hefur ekki alveg virkað og þá þarf að fara ennþá dýpra. Félögin þurfa sjálf að búa til þennan kúltúr til að fólk fari á völlinn."

Á að vera eins og leikhúsferð
Grindvíkingar eru með veglega stúku en mætingin á þar, eins og víðar, hefur valdið vonbrigðum.

„Ég er ekkert ánægður með það þegar ég mæti út á völl að ég tel 25 í stúkunni. Ég veit að þessir 25 sem mæta alltaf eru dyggustu stuðningsmenn á Íslandi og eru með okkur alltaf. Bæjarfélag eins og Grindavík á að geta gert betur í þessu og þetat er kannski vinna sem félagið þarf að fara í. Ekki bara benda á hvað er að heldur gera eitthvað í því."

„Það á að vera kúltur í Grindavík að fjölskyldan klæðir sig í gult og fer á leikinn. Þetta er bara eins og leikhúsferð. Þetta er menning. Þannig á bærinn að standa við bakið á afreksíþróttafólk. Grindavík hefur fengið frábæra auglýsingu fyrir árangurinn sem þessi lið hafa náð. Að því leyti til er ég svekktur því við getum gert betur."


Óli vill meina að of neikvæð umræða sé í gangi í kringum Pepsi-deildina.

„Það fer rosalega mikill kraftur í fjölmiðlum í að tala um að Pepsi-deildin sé ekki nægilega skemmtileg og það sé ekki skorað nógu mikið af mörkum. Mér finnst svona neikvæð umræða alls ekki hjálpa til. Það er hræsni í að segja þetta því ef þú skoðar hvað íslenska landsliðið stendur fyrir þá er það fyrst og fremst agaður varnarleikur. Ef ég tek okkur og Víking Ólafsvík sem dæmi, lið sem þurfa að spila svona leik, þá á ekki að rífa það niður. Við erum á þessum stað af því að við spilum agaðan og góðan varnarleik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner