Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. september 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Væri ekki á lífi ef ég hefði haldið áfram
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán í leik með Fjölni.  Þar náði hann botninum að eigin sögn.
Óli Stefán í leik með Fjölni. Þar náði hann botninum að eigin sögn.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
,,Ég var tekinn ölvaður undir stýri, fór í spil og tapaði háum fjárhæðum og botnaði algjörlega.
,,Ég var tekinn ölvaður undir stýri, fór í spil og tapaði háum fjárhæðum og botnaði algjörlega."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Á þjálfaraferli mínum hef ég getað gefið af mér.  Ég hef hjálpað leikmönnum sem eru í vandamálum með drykkju, önnur efni og þunglyndi.  Ég hef getað verið til staðar fyrir leikmenn af því að ég fór þessa leið sjálfur.
„Á þjálfaraferli mínum hef ég getað gefið af mér. Ég hef hjálpað leikmönnum sem eru í vandamálum með drykkju, önnur efni og þunglyndi. Ég hef getað verið til staðar fyrir leikmenn af því að ég fór þessa leið sjálfur."
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá þakka ég þessari ákvörðun fyrir að vera á lífi í dag," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Þar ræddi Óli Stefán ítarlega þær breytingar sem urðu á lífi hans mánudaginn 26. október árið 2009 þegar hann ákvað að hætta að drekka áfengi.

Smelltu hér til að hlusta á Óla Stefán í Miðjunni (Umræðan byrjar á 52:30)

Óli Stefán skrifaði árið 2012 magnaðan pistil um málið en pistillinn vakti mikla athygli á sínum tíma.

„Ég var kominn á stað sem var mjög vondur. Það var mikið myrkur í kringum mig, kvíði og þunglyndi. Ég var farinn að hugsa hugsanir sem voru ekki fallegar," sagði Óli Stefán.

Botnaði algjörlega
Á ferli sínum sem leikmaður spilaði Óli Stefán lengst af með Grindavík. Árið 2008 spilaði hann með Fjölni sem náði góðum árangri eftir að hafa komið upp árið áður. Óli segist hafa náð botninum það sumar og áttað sig á vandamálinu.

„Á þessum tíma í Fjölni myndaðist ákveðin stemning og við vorum mikið að fagna með því að drekka fyrri hlutann þegar gekk vel. Kúltúrinn í hópnum var þannig og ég var veikur fyrir. Ég varð bremslulaus. Á þessum tíma ræddu Ási Arnars og Kristó (Sigurgeirs) þjálfarar Fjölnis við mig og höfðu áhyggjur af minni frammistöðu og á hvaða leið ég var. Þetta var á miðri fótboltaæfingu og þarna áttaði ég mig á að ég væri bremsulaus."

„Það var ekki fyrr en seinna sem ég fór og tók á vandamálinu. Þá var ég alveg kominn á botninn. Ég var tekinn ölvaður undir stýri, fór í spil og tapaði háum fjárhæðum og botnaði algjörlega. Þennan umrædda mánudag varð ég að taka ákvörðun í hvora áttina ég ætlaði og sem betur fer sá ég ljósið og steig í þá átt. Ég endurtek að ég væri ekki á lífi ef ég hefði haldið áfram."


Óli Stefán segir að mikil drykkja hafi haft áhrif á fólkið í kringum sig á þessum tíma.

„Það var ótrúlegt að ég hafði það sem ég hafði á þessum tíma. Ég var ekki búinn að koma vel fram við mína nánustu en þau studdu mig alla leið og ég er ennþá að reyna að gefa til baka allan þann kraft sem mitt fólk gaf mér á þessum tíma því það hreinlega bjargaði mér."

Fann fyrir löngun á Tenerife
Óli Stefán fór á AA fundi og ákvað að hætta að drekka. Á svipuðum tíma skrifaði hann undir hjá Sindra á Höfn í Hornafirði þar sem hann gerðist spilandi þjálfari og skipti um leið um umhverfi.

„Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fór ekki í meðferð heldur bara á fundi. Eftir því sem tíminn líður þá kemur það fyrir að maður missir sjónar á vinnunni. Í fjölskyldufríi á Tenerife fyrir tveimur árum, þegar ég átti síst von á, kom svakaleg löngun. Ég fann að þetta er augnablikið sem menn falla á. Maður heldur að maður sé á góðum stað og gleymir sér. Það hefði bara þuft augnabliks veikleika, grípa bjór eða eitthvað svoleiðis, til að falla. Ég gerði það sem betur fer ekki. Það vita það allir sem glíma við þennan sjúkdóm að þú sleppur ekkert frá honum. Þú verður að vinna í honum alla ævi."

Hefur hjálpað leikmönnum í svipuðum sporum
Eftir pistil Óla Stefáns árið 2012 hafa margir fótboltamenn leitað til hans og fengið hjálp við áfengisvandamál.

„Ég get glaður sagt frá því að ég fæ símtöl frá einstaklingum í dag sem telja sig vera á svipuðum stað og ég var. Ég get hjálpað þeim að einhverju leyti. Stundum gengur það og stundum ekki. Það hjálpar mér í mínum bata að geta hjálpað einhverjum sem eru á sömu slóðum og ég var."

„Á þjálfaraferli mínum hef ég getað gefið af mér. Ég hef hjálpað leikmönnum sem eru í vandamálum með drykkju, önnur efni og þunglyndi. Ég hef getað verið til staðar fyrir leikmenn af því að ég fór þessa leið sjálfur."


Hrósar KR fyrir að hjálpa Bjögga
Í sumar var Björgvin Stefánsson, framherji KR, settur í agabann og síðar persónulegt leyfi hjá KR vegna misnotkunar á róandi lyfum. KR veitti aðstoð og Björgvin er nú byrjaður að spila með liðinu á nýjan leik.

„Ég dáðist á Rúnari Kristins, KR og ekki síst honum sjálfum hvernig var tekið á þeim málum. Þetta er full vinna. Þú verður að fókusa á þetta alla daga því þú getur ekki búist við því að þú sért læknaður og þurfir ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Þetta er full vinna alla daga," sagði Óli.

„Mér fannst til fyrirmyndar hvernig KR-ingar tóku á þessu og þetta er eitthvað sem félögin þurfa að vera vakandi yfir og hugsanlega búa til verkferla í kringum svona aðstæður."

Ekki sama drykkjumenning og áður
Í pistli sínum árið 2012 talaði Óli Stefán um að leikmenn í Pepsi-deildinni hafi mikið djammað á sunnudögum og mánudögum eftir leiki. Hann telur að sú menning sé ekki til staðar í dag.

„Á þeim tíma gat maður alltaf fundið leikmenn sem voru að leita að því sama. Það voru sunnudags og mánudagsdjömm. Ég efast um að þetta sé kúlturinn í dag. Það er örugglega eitthvað svona í gangi en að engu leyti í samanburði við það sem var þegar ég var að spila."

„Kúltúrinn er allt öðruvísi í dag. Ég hef engar áhyggjur af þessu í dag í mínu liði og það hefur mikið breyst síðan ég tók þessa ákvörðun. Þetta hefur gert mig að betri og sterkari manni á allan hátt og þar af leiðandi að miklu betri þjálfara," sagði Óli.

Smelltu hér til að hlusta á Óla Stefán í Miðjunni (Umræðan byrjar á 52:30)

Sjá einnig:
Skreyttur skrauti Bakkusar (Pistill Óla Stefáns frá 2012)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner