banner
miđ 12.sep 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Skoski Messi nú bara kallađur Ryan Gauld
Ryan Gauld í leik međ U19 landsliđi Skotlands á sínum tíma.
Ryan Gauld í leik međ U19 landsliđi Skotlands á sínum tíma.
Mynd: NordicPhotos
Ţađ er til rosalega langur listi af barnastjörnum í boltanum sem ekki hafa náđ ađ taka nćsta skref. Hinn 22 ára Ryan Gauld er á ţeim lista en hann fékk mikla fjölmiđlaathygli ungur ađ árum og var kallađur hinn „skoski Messi".

Gauld lék međ Dundee United í maí 2012, ţegar hann var sextán ára gamall. Tveimur árum síđar skorađi hann átta mörk fyrir liđiđ í efstu deild Skotlands og stćrstu félög Evrópu sýndu honum áhuga.

Manchester United var međal félaga sem hafđi áhuga en Gauld var keyptur til Sporting í Lissabon.

Marco Silva, nú stjóri Everton, hélt um stjórnartaumana hjá Sporting og var hrifinn af Gauld sem var ţá orđinn 19 ára. Eftir ađ hafa byrjađ í varaliđinu međan hann var ađ venjast ađstćđum fékk hann tćkifćri međ ađalliđinu. Hann skorađi tvö mörk og átti stođsendingu í fimm leikjum međ ađalliđinu og framtíđ hans talin björt.

En eftir ađ Silva fór og tók viđ Olympiacos í Grikklandi tók ferill Gauld skref til baka. Nýr ţjálfari Sporting, Jorge Jesus, gaf Skotanum ekki tćkifćri og annađ tímabil međ varaliđinu tók viđ.

Sumariđ 2016 var Gauld lánađur til Vitoria Setubal og lék fimm leiki í portúgölsku úrvalsdeildinni áđur en hann snéri aftur til Sporting til ađ leika međ varaliđinu á ný.

Gauld er enn sammingsbundinn Sporting (til 2020) en er ekki í myndinni hjá félaginu og er sem stendur á lánssamningi hjá Farense í portúgölsku B-deildinni. Hann verđur 23 ára um miđjan desember.

Í viđtali sem Gauld fór í fyrr á ţessu ári sagđist hann enn vera ađ bíđa eftir sínu tćkifćri.

„Ţegar ég skrifađi undir vissi ég ađ ţetta myndi snúast um ţolinmćđi. Ég var búinn undir ţađ ađ hlutirnir myndu ekki gerast strax. Mér finnst ég betri leikmađur og ţroskađri einstaklingur," sagđi Gauld sem heldur greinilega í jákvćđnina.

Gauld var í einhverju slúđurblađinu nýlega orđađur viđ Rangers í Glasgow en Steven Gerrard, stjóri Rangers, blés á ţćr sögusagnir.

Daily Mail fjallađi um Gauld og má sjá umfjöllunina međ ţví ađ smella hérna.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | lau 28. júlí 07:00
fimmtudagur 15. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Belgía-Ísland
Koning Boudewijn Stadion
sunnudagur 18. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Sviss-Belgía