Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 12. september 2018 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Djurgården úr fallsæti - Värnamo óstöðvandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið í sænska karla og kvennaboltanum unnu mikilvæga sigra í dag.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku allan leikinn er Djurgården hafði betur í fallbaráttuslag gegn Hammarby.

Sigurinn fleytir Djurgården uppfyrir Hammarby, tveimur stigum frá fallsvæðinu þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu.

Viktor Karl Einarsson var þá í byrjunarliði Värnamo sem var langneðst á botni sænsku B-deildarinnar þegar hann gekk í raðir liðsins.

Värnamo hefur verið óstöðvandi frá komu Viktors sem fór beint inn í byrjunarliðið. Liðið er búið að vinna fimm og gera tvö jafntefli með miðjumanninn efnilega innanborðs.

Efsta deild kvenna:
Djurgården 2 - 1 Hammarby

1-0 M. Jalkerud ('15)
1-1 L. Okvist ('32)
2-1 J. Spetsmark ('54)

B-deild karla:
GAIS 1 - 2 Värnamo

0-1 F. Gama ('25)
1-1 E. Hamidovic ('52)
1-2 P. Randjelovic ('80)
Athugasemdir
banner
banner