Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. september 2019 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Deschamps ræðir við Griezmann eftir tvö misnotuð víti
Mynd: EPA
Frakkland fór mjög þægilega í gegnum leikina sem þeir léku í landsleikjahlénu sem nú er að baki.

Á laugardaginn höfðu þeir betur gegn Albaníu 4-1 og á þriðjudaginn kom Andorra í heimsókn þar sem niðurstaðan var 3-0 sigur heimamanna.

Frakkar fengu vítaspyrnur í báðum leikjunum, á punktinn fór í bæði skiptin Antoine Griezmann honum tókst hins vegar ekki að skora úr þessum vítaspyrnum.

Þetta kom ekki að sök enda unnu Frakkar örugga sigra, Didier Deschamps ætlar hins vegar að ræða sérstaklega við Griezmann eftir vítaspyrnuklúðrin.

Næsta verkefni Frakklands er heimsókn á Laugardalsvöll þann 11. október næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner