Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 12. september 2019 21:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Di Matteo: John Terry mun stýra Chelsea einn daginn
John Terry og Frank Lampard.
John Terry og Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard er nú knattspyrnustjóri Chelsea en eins og allir vita átti Lampard glæsilegan feril hjá félaginu.

Roberto Di Matteo fyrrum stjóri og leikmaður Chelsea telur að annar leikmaður sem átti einnig frábæran feril hjá félaginu muni stýra því í framtíðinni, það er John Terry.

„Hann verður þar stjóri einn daginn, sem leikmaður skrifaði hann niður punkta sem hann ætlaði að nýta sér þegar hann færi að þjálfa og nú hefur hann náð sér í dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari," sagði Di Matteo en Terry aðstoðar Dean Smith hjá Aston Villa.

Di Matteo ræddi einnig um Frank Lampard.

„Frank verður frábær þjálfari, hann er mjög klár náungi sem leggur mikið á sig til að ná árangri. Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá Chelsea að ráða hann á þessum tímapunkti."
Athugasemdir
banner
banner