Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. september 2021 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk sendir Elliott hlýja strauma: Við erum allir með þér
Virgil van Dijk átti erfitt með að sjá Elliott þjást
Virgil van Dijk átti erfitt með að sjá Elliott þjást
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool á Englandi, var með blendnar tilfinningar eftir 3-0 sigurinn á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann vildi senda Harvey Elliott hlýja strauma í viðtali við Sky Sports.

Van Dijk spilaði allan tímann í vörninni og hélt hreinu en hann steig upp úr erfiðum meiðslum fyrir þetta tímabil.

Hann meiddist gegn Everton á svipuðum tíma á síðasta ári og var lengi frá en það má gera ráð fyrir því að Elliott verði í einhvern tíma frá eftir að hann meiddist eftir tæklingu Pascal Struijk í dag.

„Ég vil fyrst og fremst koma því til skila að við hugsum til Harvey. Vonandi nær hann sér fljótlega af þessu. Við vitum auðvitað ekkert stöðuna á honum í augnablikinu en þetta leit ekki vel út," sagði Van Dijk.

„Burt séð frá því þá var þetta frábær sigur í erfiðum leik. Ég naut þess að spila í þessu andrúmslofti en þetta voru samt sem áður blendnar tilfinningar."

„Þegar þetta gerist þá sá ég Salah öskra og svo sá ég viðbrögð Harvey, þannig ég vissi að þetta væri eitthvað alvarlegt. Það var erfitt að ná einbeitingu aftur en við þurftum að koma okkur aftur í gírinn og reyndum það eftir okkar bestu getu."

„Ég hef upplifað það sem Harvey var að upplifa. Okkar félag, Liverpool, mun alltaf verea til staðar fyrir þig. Félagið, leikmennirnir og stuðningsmenn stóðu allir með mér og við verðum þarna fyrir þig, Harvey,"
sagði Van Dijk í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner