Önnur umferð í efri hluta Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með einum leik.
FH fær Víking í heimsókn í Kaplakrika. FH tapaði gegn Þór/KA í fyrstu umferð og Víkingur tapaði gegn Breiðabliki.
Víkingur situr í 4. sæti en FH er fjórum stigum á eftir í sætinu fyrir neðan. Þór/KA er í 3. sætinu fjórum stigum á undan Víkingi og með mun betri markatölu.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
17:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir