Neal Maupay, fyrrum leikmaður Everton, elskar að fíflast í andstæðingum sínum innan vallar. Þá hefur hann einnig verið að æsa í mörgum úr öllum áttum á samfélagsmiðlum.
Hann birti athyglisvert myndband á samfélagsmiðlinum X þegar í ljós kom að hann væri að yfirgefa Everton og væri á leið til Marseille í sumar.
Hann setti inn myndband með frægu atriði úr kvikmyndinni Shawshank Redemption þar sem Andy Dufresne nær að brjótast út úr fangelsi.
„Ég lít á mig sem venjulega manneskju. Ef allir geta tíst (tweet), þá get ég það. Ég birti fyndið myndband í tengslum við stöðu þekkta stöðu mína hjá Everton, ég vildi fara og þeir vildu ekki halda mér. Þetta myndband myndband var til að segja að ég væri feginn að vera farinn frá félaginu," sagði Maupay um myndbandið.
https://t.co/H4AaFp4Iu2 pic.twitter.com/aJywOsdXgB
— Neal Maupay (@nealmaupay_) August 29, 2024