Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. október 2017 13:43
Magnús Már Einarsson
Freysi um atvinnumennsku: Öðruvísi en karlaheimurinn
Fanndís gekk til liðs við Marseille eftir EM í sumar.
Fanndís gekk til liðs við Marseille eftir EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af 20 leikmönnum í landsliðshópi kvenna spilar helmingurinn í Pepsi-deildinni en hinn helmingurinn er í atvinnumennsku erlendis.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að fleiri leikmenn gætu farið út í atvinnumennsku á næstunni.

„Það gæti alveg verið. Ég veit að það eru nokkrir leikmenn í þessum hópi sem hafa áhuga á því. Síðan eru leikmenn sem geta það ekki. Þetta er öðruvísi en karlaheimurinn," sagði Freyr.

„Elín Metta (Jensen) er til dæmis á leið í erfitt nám (í læknisfræði) og er upptekin í því. Hún er einn af yngri og hæfileikaríkustu leikmönnum. Hún er ekki að fara út."

„Agla María (Albertsdóttir) er í framhaldsskóla ennþá. Hún fær ekki mikinn pening fyrir að fara út og það er munur fyrir hana eða jafnaldra hennar ef það er drengur. Hann fær að fara út í akademíu og þroskast en það er ekki í boði fyrir hana."


Fanndís Friðriksdóttir fór til Marseille á dögunum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór til Verona. Freyr fagnar því að sjá þær fá tækifæri erlendis.

„Ég er ánægður fyrir þeirra hönd. Þetta eru flottir klúbbar og gott áreiti fyrir þær. Ég er búinn að sjá leikina hennar Fanndísar og þetta mun hjálpa henni að þroskast," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner