Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. október 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Kirkland greinir frá baráttu sinni við þunglyndi
Kirkland opnar sig.
Kirkland opnar sig.
Mynd: Getty Images
Chris Kirkland, fyrrum markvörður Liverpool og Wigan, opnar sig varðandi þunglyndi í viðtali við Guardian.

Kirkland var í herbúðum Liverpool 2001-2006. Hann var hjá Bury þegar hann lagði hanskana á hilluna í fyrra. Í tilkynningu á þeim tíma var sagt að hann teldi þetta einfaldlega vera komið gott eftir 17 ára atvinnumannaferil og ætlaði að einbeita sér að fjölskyldunni.

Hann lét ekki vita að í raun var hann sokkinn langt ofan í þunglyndi sem hafði þau áhrif að hann var orðinn áhugalaus á æfingum og átti erfitt með að fara framúr á morgnana.

„Það er auðvelt fyrir mig að tala um þetta núna því ég hef séð útgönguleið. Ég sá ekki útgönguleiðina fyrr en ég fór að tala um vandamálið. Það eru mín skilaboð til þeirra sem eru að glíma við þunglyndi, að opna sig og ræða málin," segir Kirkland.

Hann var á sínum tíma talinn einn efnilegasti markvörður heims en náði ekki þeim hæðum sem vonast hafði verið eftir. Hann lék þó einn A-landsleik fyrir England, sá leikur kom 2006.
Athugasemdir
banner
banner