Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. október 2017 11:48
Elvar Geir Magnússon
Neville með skilaboð til Lukaku
Lukaku hefur farið af stað með krafti.
Lukaku hefur farið af stað með krafti.
Mynd: Getty Images
Gary Neville sendir þau skilaboð til Romelu Lukaku að ferill hans hjá Manchester United verði dæmdur af frammistöðu í leikjum eins og þeim sem er á laugardaginn.

United mætir þá Liverpool á Anfield.

Lukaku hefur farið frábærlega af stað hjá Rauðu djöflunum en ef horft er til leikja hans með Everton gegn Liverpool hefur hann aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö leikjum gegn liðinu.

„Lukaku hefur fundið sig vel og skilað því sem af honum hefur verið krafist, en það eru svona leikir sem eru alvöru próf. Hann hefur ekki spilað vel í síðustu leikjum sínum á Anfield og þarf að sýna að hann geti unnið stóra leiki fyrir United," segir Neville á Sky Sports.

United hefur farið gríðarlega vel af stað á tímabilinu en Neville býst þó við því að United fari varfærnislega í leikinn á Anfield. Hann telur þó að United sé líklegra liðið til að taka öll stigin.

„Ég held að Mourinho viti að hann hafi ekki efni á því að tapa. Í þetta sinn er það Liverpool sem þarf að vinna leikinn og ég býst frekar við því að United muni ráða ferðinni með skyndisóknum."

Leikur Liverpool og Manchester United á laugardag verður klukkan 11:30.
Athugasemdir
banner