Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. október 2017 08:35
Þórður Már Sigfússon
The Sun: Gætum lent í dauðariðli með Brasilíu og Íslandi
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Harry Kane, helsta markamaskína liðsins.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Harry Kane, helsta markamaskína liðsins.
Mynd: Getty Images
Breskir fjölmiðlar eru þegar byrjaðir að velta upp mögulegum andstæðingum enska landsliðsins á HM en útlit er fyrir að lærisveinar Gareth Southgate verði í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla 1. desember.

Fari svo að Ítalía, Sviss og Perú komist öll á HM eftir umspilsleikina í næsta mánuði er ljóst að England verður ekki í fyrsta styrkleikaflokki og það veldur fjölmiðlamönnum nokkru hugarangri.

„England gæti mætt Íslandi, örlagavaldi liðsins á EM, á nýjan leik í sannkölluðum dauðariðli með Brasilíu eða Argentínu og hugsanlega Nígeríu sem verður í neðsta styrkleikaflokki,” segir í frétt The Sun um málið.

Í framhaldinu veltir blaðamaður upp tveimur hugsanlegum möguleikum fyrir enska landsliðið, annars vegar martraðarriðli og hins vegar draumariðli.

Martraðarriðill
Brasilía
England
Ísland
Nígería

Draumariðill
Rússland
England
Íran
Nýja Sjáland
Athugasemdir
banner