banner
   fim 12. október 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vidal hættur við að hætta hjá Síle
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi.

Vidal fékk fjölmargar áskoranir um að draga ákvörðun sína til baka og var snöggur að gera það, en hann segir að ást sín á landsliðinu hefði ráðið ákvörðuninni.

„Þetta eru mjög erfiðir tímar en Síle er lið fullt af stríðsmönnum og ég er stoltur af því að vera partur af landsliðinu og ætla ekki að yfirgefa það," skrifaði Vidal á Twitter.

„Ég mun alltaf svara landsliðskallinu, ég ætla að halda áfram að spila fyrir landsliðið þar til ég hætti að vera valinn í það."

Síle endaði í sjötta sæti undanriðilsins í Suður-Ameríku, en fjögur efstu liðin fara beint á HM og fimmta sætið spilar umspilsleik við sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu.
Athugasemdir
banner
banner