Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. október 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bild: Dortmund ætlar að nýta kaupréttinn á Paco
Mynd: Getty Images
Þýski fjölmiðillinn Bild heldur því fram að Borussia Dortmund ætli að nýta kaupréttinn á Paco Alcacer.

Paco hefur farið feykilega vel af stað á láni hjá Dortmund á tímabilinu. Hann er kominn með sjö mörk í fjórum leikjum og skoraði tvennu fyrir spænska landsliðið í gærkvöldi. Það virðist ekkert geta stöðvað hann um þessar mundir.

Dortmund getur keypt Paco fyrir 23 milljónir evra sem er algjör gjafaprís miðað við verðlag í knattspyrnuheiminum nú til dags.

Dortmund ætlar að bjóða framherjanum fjögurra ára samning með 8 milljónir evra í árslaun. Þar með yrði hann þriðji launahæsti leikmaður félagsins eftir Mario Götze og Marco Reus.
Athugasemdir
banner
banner