Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. október 2018 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin í Þjóðadeildinni - Þrettán breytingar frá undanúrslitunum
Ross Barkley fær tækifærið á miðjunni hjá Englandi.
Ross Barkley fær tækifærið á miðjunni hjá Englandi.
Mynd: Getty Images
Mateo Kovacic, sem er í baráttu við Barkley um byrjunarliðssæti hjá Chelsea, fær að byrja á króatísku miðjunni.
Mateo Kovacic, sem er í baráttu við Barkley um byrjunarliðssæti hjá Chelsea, fær að byrja á króatísku miðjunni.
Mynd: Getty Images
Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá í A-deild Þjóðadeildarinnar og einn í B-deildinni. Þar að auki eru tveir í C-deild og tveir í D-deild.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá byrjunarliðin úr A- og B-deildunum. Báðir leikirnir í A-deildinni eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og Sport 3.

Króatía tekur á móti Englandi í stórleik kvöldsins, en þessi lið mættust síðast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins og höfðu Króatar betur þar eftir framlengingu.

Króatar mæta til leiks með sex leikmenn sem byrjuðu undanúrslitaleikinn og Englendingar sjö.

Andrej Kramaric byrjar fremstur í stað Mario Mandzukic og þá kemur Mateo Kovacic inn í byrjunarliðið í stað Marcelo Brozovic.

Bæði lið skipta bakvörðunum út en Englendingar breyta til á miðjunni þar sem Ross Barkley og Marcus Rashford koma inn fyrir Jesse Lingard og Dele Alli.

Belgía og Sviss eigast einnig við í stórleik en liðin eru með Íslandi í riðli í A-deildinni.

Bæði lið lögðu Ísland að velli í landsleikjahlénu í september og eru að keppast um toppsæti riðilsins.

Belgar gera eina breytingu á liðinu sem vann Ísland 0-3 á Laugardalsvelli á meðan Svisslendingar gera þrjár breytingar frá 6-0 sigrinum.

Jan Vertonghen kemur inn fyrir Thomas Vermaelen hjá Belgíu á meðan Nico Elvedi og Michael Lang koma inn fyrir Kevin Mbabu og Manuel Akanji í vörninni hjá Sviss.

Þá kemur Remo Freuler inn fyrir Breel Embolo á hægri kantinum.

Króatía: Livakovic, Jedvaj, Vida, Lovren, Pivaric, Kovacic, Rakitic, Modric, Perisic, Rebic, Kramaric

England: Pickford, Walker, Chilwell, Dier, Stones, Maguire, Barkley, Henderson, Rashford, Sterling, Kane


Belgía: Courtois, Alderweireld, Kompany, Vermaelen, Meunier, Tielemans, Witsel, Carrasco, Mertens, Lukaku, E Hazard

Sviss: Sommer, Lang, Schär, Elvedi, Rodriguez, Xhaka, Zakaria, Freuler, Züber, Shaqiri, Seferovic


Austurríki: Lindner, Ulmer, Hinteregger, Prodl, Lainer, Ilsanker, Sabitzer, Zulj, Lazaro, Arnautovic, Burgstaller.

Norður-Írland: Peacock-Farrell, McNair, Cathcart, Evans, Lewis. Norwood, Davis, Saville, Dallas, Magennis, Ferguson
Athugasemdir
banner
banner
banner