Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. október 2018 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Juventus kemur Ronaldo til varnar: Hann er ofurhetja
Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala
Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala
Mynd: Getty Images
Andrea Agnelli, forseti Juventus á Ítalíu, kemur Cristiano Ronaldo til varnar er hann ræddi portúgölsku stjörnuna á Sport in Trento hátíðinni.

Ronaldo gekk til liðs við Juventus í sumar frá Real Madrid en á dögunum steig Kathryn Mayorga fram og ásakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas árið 2009, stuttu áður en hann samdi við Real Madrid.

Mikið hefur verið rætt og ritað um málið en Agnelli kemur Ronaldo til varnar.

„Við vorum að styrkja hópinn mikið með að fá Ronaldo og að sjá hann á hverjum degi staðfestir það og tala nú ekki um auglýsinguna fyrir klúbbinn," sagði Agnelli.

„Börn um allan heim vilja sjá ofurhetjur og hann er ein af þeim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner