Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 12. október 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gareth Bale fær gullskó fyrir að vera markahæsti maður Wales
Mynd: Getty Images
Gareth Bale er markahæsti leikmaður í sögu velska landsliðsins með 30 mörk í 72 leikjum.

Ian Rush er næstmarkahæstur með 28 mörk í 73 leikjum. Trevor Ford er í þriðja sæti, Ivor Allchurch í fjórða, Dean Sanders í fimmta og Craig Bellamy í sjötta.

Trevor Ford er með besta markahlutfallið, með 23 mörk í 38 leikjum. Bale er með næstbesta hlutfallið.

Gareth Bale er jafnframt sá yngsti í sögunni til að hafa skorað fyrir A-landslið Wales, en hann var aðeins 16 ára og 315 daga gamall þegar það gerðist.

Bale er fyrirliði velska landsliðsins og lykilmaður í liði Real Madrid, þar sem hann hefur gert 92 mörk í 198 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner