banner
   fös 12. október 2018 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Gattuso: Ég hefði viljað spila með Modric
Gennaro Ivan Gattuso
Gennaro Ivan Gattuso
Mynd: Getty Images
Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari AC Milan á Ítalíu, hrósar króatíska miðjumanninum Luka Modric í hástert og vildi óska þess að hann hefði fengið að spila með honum.

Gattuso lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir glæstan feril en hann vann Meistaradeild Evrópu í tvígang á ferlinum auk þess sem hann vann HM með Ítalíu árið 2006.

Hann þjálfar nú Milan en hann var beðinn um að nefna einn leikmann sem hann væri til í að spila með í dag og varð Luka Modric fyrir valinu.

Modric fór með króatíska landsliðinu alla leið í úrslit gegn Frökkum en liðið tapaði þar fyrir Frökkum. Modric hefur verið einhver besti miðjumaður heims síðustu ár og þá hefur hann einnig verið áskrifandi af Meistaradeildartitlum með Real Madrid.

„Það eru svo margir sem ég hefði viljað spila með. Flestir segja Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo en ég myndi klárlega velja Luka Modric," sagði Gattuso.

„Hann er ótrúlegur leikmaður. Hann er bæði andlega sterkur og svo er hann svo náttúrlega góður," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner