Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. október 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hannes um dvölina í Aserbaídsjan: Hann róterar markvörðum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson spilaði seinni hálfleikinn er Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik í gærkvöldi.

Hannes var spurður út í lífið í Aserbaídsjan eftir leikinn en hann er á mála hjá meisturunum þar í landi, Qarabag.

„Þetta er svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Það er ekki þannig að það er einn markmaður sem spilar alla leiki, við erum þrír þarna og hann hefur verið að rótera þessu mjög mikið," sagði Hannes.

„Maður fær alltaf einhverja leiki en auðvitað vil ég spila stóru leikina sem ég hef ekki verið að gera uppá síðkastið. Hann hefur bara ekki gefið færi á sér gæinn sem var fenginn þegar ég kom meiddur til félagsins. Hann stendur sig mjög vel og ég þarf að halda mér á tánum og grípa tækifærið þegar það gefst."

Hannes er ánægður með aðstæður hjá sínu nýja félagi og segir lífið leika við sig og fjölskylduna í nýju landi.

Viðtalið í heild er hægt að sjá í spilaranum hér að neðan. Hannes byrjar að tala um Aserbaídsjan eftir rúmlega eina og hálfa mínútu af myndbandinu.
Hannes: Þeir voru að gefast upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner