Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. október 2018 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Kondogbia velur Mið-Afríkulýðveldið - Á leiki fyrir Frakka
Mynd: Getty Images
Geoffrey Kondogbia er búinn að skipta um landslið og er ekki lengur gjaldgengur fyrir Frakkland.

Kondogbia á fimm leiki að baki fyrir franska A-landsliðið en það eru allt vináttulandsleikir. Þar að auki á hann 57 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands.

Kondogbia er 25 ára og spilar fyrir Valencia í spænska boltanum. Hann hefur leikið fyrir Lens, Sevilla, Mónakó og Inter á ferlinum.

Miðjumaðurinn er fæddur í Frakklandi en báðir foreldrar hans eru frá Mið-Afríkulýðveldinu.

Kondogbia er að spila sinn fyrsta leik fyrir Mið-Afríkulýðveldið þessa stundina en hann fékk treyju númer 19 og fyrirliðabandið.

Evans Kondogbia, eldri bróðir Geoffrey, er sóknarmaður og á fimm landsleiki að baki fyrir Mið-Afríkulýðveldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner